Ljósmyndun og grafísk hönnun

Helstu efnisþættir áfangans eru ljósmyndun, s.s. grunnur í samsetningu, ljósmyndatækni og áhrif ljósmynda. Fjallað er um stafrænar myndir, helstu eiginleika þeirra, hvernig hægt er að betrumbæta þær, flokka, geyma og skipuleggja í tölvunni. Nemendur læra að gera stafrænar klippimyndir og farið er í grunnatriði í gerð auglýsinga og plakata. Leturfræði og umbrot (layout) eru til umfjöllunar ásamt myndgreiningu. Einnig er rætt um myndir og áhrif þeirra í fjölmiðlun og auglýsingum.

Námsmat: 100%  símat