Söguhlaðborð er hugsað fyrir nemendur sem vilja ekki sitja heilan áfanga um eitt afmarkað efni eða tímabil. Hver nemandi ræður hvaða efni og/eða tímabil hann vill dýpka þekkingu sína á.

Engu máli skiptir hvort um er að ræða löngu liðna atburði eða eitthvað í nútímanum. Að sjálfsögðu er líka hægt að fara út fyrir þægindaramma kennslubókanna og fjalla um sögu fjarlægra landa, hugmynda og lista. Hvernig væri að læra um sögu Ástralíu, Indlands, Afríku, Grænlands, Suður-Ameríku, Filippseyja eða réttindabaráttu minnihlutahópa eða þjóðarbrota? Svo mætti líka rannsaka eigin fjölskyldusögu.