Í áfanganum er einkum fjallað um tvívíddarmyndir og áhersla lögð á grunn í samsetningu, teikningu og málaralist. Fjallað er um efnisnotkun og tækni, eftirmyndir og túlkanir, sköpunarmátt og hvernig hægt er að virkja hann í myndlist. Kynning á myndlistarmönnum og myndlistarstefnum er fléttuð inn í kennsluna þar sem við á og tekin dæmi úr evrópskri og íslenskri myndlist.

Námsmat: 100%  símat