Í áfanganum kynnast nemendur undirstöðuatriðum forritunar með forritunarmálinu Python. Samspil vélbúnaðar og hugbúnaðar er skoðað og nemendur kynnast helstu hugtökum forritunar. Nemendur kynnast flæðisstýringu, lykkjum og skilyrðissetningum auk þess sem unnið verður með hlutbundna forritun. Nemendur þurfa að greina, hanna og smíða forrit sem leysa einföld verkefni, gjarnan stærðfræðitengd. Ef tími gefst til skoðum við mögulega umbreytingarforritinu LaTeX.