Vor 2024

Af hverju fremur fólk afbrot? Hvaða afbrot eru alvarleg? Hvaða áhrif hafa refsingar? Hvað einkennir afbrotamenn? Hver er staða afbrota á Íslandi? Hver er stefna Íslendinga í fangelsismálum? 

Þessar spurningar ásamt mörgum fleirum verða ræddar í áfanganum, í samhengi við kenningar í afbrotafræði. Fjallað verður um eðli afbrota á Íslandi og viðhorf Íslendinga til afbrota. Fjallað verður einnig um af hverju sumir leiðast út í afbrot og fjallað verður sérstaklega um kynferðisbrot. Fjallað verður um viðhorf til refsinga og refsiaðferða og íslenska réttarkerfið skoðað.


Áhersla verður lögð á sjálfstæð vinnubrögð, öguð vinnubrögð, gagnrýna hugsun, umræður og frumkvæði.