Ýmsir áhrifaþættir í uppeldi verða til umfjöllunar, aðstæður íslenskra barna verða skoðaðar og hvaða úrræði standa þeim til boða sem á þurfa að halda. Fjallað verður um barnalög og barnavernd, vanrækslu gagnvart börnum, uppeldi barna, ýmsar breytingar og álag í lífi barna og hvaða áhrif þær hafa. Nemendur kynnast einnig stefnum og áherslum í íslenskum leikskólum. Sköpunargleðin fær að njóta sín sem og gagnrýnin hugsun. Fræðileg vinnubrögð félagsvísindanna viðhöfð í allri verkefnavinnu. Miklar kröfur eru gerðar í símatsáfanga um virkni nemenda í umræðum og verkefnavinnu.