Helstu efnisþættir eru margliður, rökaðgerðir, sannmengi, hæfar, línan, fleygboginn, hringurinn, skurðpunktur grafa, frumhugtök og frumsendur Evklíðskrar rúmfræði, hornaföll, flatarmál, og horn við hring. Vigrar eru skilgreindir og einföldustu eiginleikar þeirra skoðaðir.

Aðaláhersla áfangans er á dæmareikning, afleiðslukerfi og röksemdafærslu stærðfræðinnar, m.a. með sönnunum á reglum í námsefninu. Einnig verður lögð áhersla á rétta notkun stærðfræðitákna og skipulagða framsetningu.