Byrjað er á að fara yfir helstu vefjagerðir dýra og hugtakið samvægi. Meginefni áfangans er svo mannslíkaminn í heild sinni. Helstu líffærakerfi mannsins eru tekin fyrir;  meltingarfærakerfi, taugakerfi, skynfæri, innkirtlakerfi, stoðkerfi, loftskiptakerfi, hringrásarkerfi, þveitikerfi og ónæmiskerfi. Æxlunarfæri ef tími gefst til. Einstök líffæri eru skoðuð innan hvers líffærakerfis með áherslu á staðsetningu, hlutverk, gerð og virkni.  Skoðuð eru starfsemi líffæra og líffærakerfa í samhengi við samvægi og dæmi tekin um þegar samvægið fer úr skorðum.  Einungis er einblínt á lífeðlisfræði mannsins, þó nokkur dæmi séu nefnd hjá öðrum dýrategundum til samanburðar.