Helstu efnisþættir eru þrepun, runur og raðir, talningarfræði, líkindarúm, skilyrt líkindi, óháðir atburðir, hagnýting líkindareiknings í erfðafræði, slembistærðir, dreififöll, líkindaföll, þéttleikaföll, væntigildi, fervik, strjálar og samfelldar líkindadreifingar, tveggja breytu slembistærðir, óháðar slembistærðir og samfylgni. Aðaláhersla áfangans er á dæmareikning, afleiðslukerfi og röksemdafærslu stærðfræðinnar, m.a. með sönnunum á reglum í námsefninu. Einnig verður lögð áhersla á rétta notkun stærðfræðitákna og skipulagða framsetningu.