Bandaríki Norður Ameríku verða sett í brennidepil í þessum áfanga og sérstaklega reynt að brjóta niður staðalímyndir um þennan suðupott ólíkra menningarheima. Hér nýtist félagsfræðin vel enda munu nemendur sökkva sér í mannlífsrannsóknir út frá sögu lands og þjóðar, stjórnskipulagi, menningu og listum. Farið verður í nokkur þemu s.s. sögu, stjórnmál, tónlist, bókmenntir og ýmis álitamál reifuð. Lögð er áhersla á gagnrýna hugsun, gagnrýnan lestur og virka þátttöku í umræðum.

Kenndar verða fjórar kennslustundir af sex. Tvær kennslustundir sem út af standa er ætlaðar í heimanám og sjálfstæða vinnu. Vert er að taka fram að í þessum áfanga eru gerðar kröfur um talsverðan lestur, grúsk og þáttöku í kennslustundum.