Áfanganum er ætlað að byggja ofan á grunnþekkingu í efnafræði. Farið verður í efnajafnvægi og orkubreytingar efnahvarfa. Jafnvægisfasta efnahvarfa og lögmál Le Chatelier's. Mjög ítarlega er farið í sýru- og basalausnir, títrun, búfferlausnir og annað sem við kemur sýrum og bösum svo sem hvörf málma við sýrur. Haldið verður áfram með leysni salta og leysnimargfeldi (Ksp). Einnig verður farið í rafefnafræði, Galvaníhlöð og aðrar rafhlöður og áhersla lögð útreikninga sem byggist á rafeindaflutningi og staðalafoxunarspennu hálfhvarfa, Nernst jafna og rafgreining.  Mikil áheyrsla er lögð á dæmareikning þar sem ofangreindum efnisþáttum er fléttað saman. Áheyrsla er lögð á framkvæmd verklegra æfinga sem tengjast efninu.