Lögð er áhersla á að nemandinn verði læs á hagnýta þætti er snúa að fjármálum þar sem hann sjálfur er í brennidepli. Hann öðlist getu til að greina valkosti í fjármálum og á þeim grunni gert áætlanir um fjármál sín t.d. ráðstöfun tekna, sparnað, greiningu á lánamöguleikum, áhrif vaxta og verðtryggingar.

Áherslan í áfanganum er hagnýting og almenn þekking í tengslum við stöðu og þróun í samfélaginu. Þannig verði nemandinn meðal annars læs á hagræna þætti sem snúa að lífi hans og framtíðaráætlunum. Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og að nemendur skipuleggi vinnu sína og læri að nýta sér þau hjálpartæki sem í boði eru.