Lyfjafræði vorið 2023

Valáfangi í efnafræði.  5 feineiningar

Í áfanganum er farið í almenna lyfjafræði, lyfjahvarfafræði og lyfjahrifafræði.  Farið er stuttlega í sögu lyfjafræðinnar og útskýrð atriði sem tengjast lyfjafræði eins og aðgengi lyfja, lyfjaform,  „first-pass“ áhrif, helmingunartími, staðbundin verkun, almenn verkun lyfja sem og efnahvörf lyfja, fráhvörf lyfja og lyfjaþol, lyfjamisnotkun og lyfjafíkn Fjallað er um helstu lyfjaflokka þ.e. sýklalyf, sveppalyf, veik og sterk verkjalyf, stera, ópíumlyf, þunglyndislyf, róandi og kvíðastillandi lyf og hjartalyf