Markmið áfangans er að nemendur öðlist þekkingu á grundvallarþáttum næringarfræðinnar, verði færir um að draga sjálfstæðar ályktanir um hvað sé hollt og hvað óhollt. Verði meðvituð um eigin ábyrgð á góðri næringu og heilsu. Að áfanga loknum á nemendum að vera ljóst hvers virði góðar neysluvenjur er fyrir Íslendinga sem heilbrigð þjóð. Nemendur eiga að loknu námskeiðinu að vera færir um að mynda sér skoðanir á næringu og lífsstíl og hvernig nýta megi ráðleggingar Embætti landlæknis til að temja sér farsælar neysluvenjur.

Námsefni: Lífsþróttur, næringarfræði fróðleiksfúsra, einnig mun ég nýta vef Embætti landlæknis, Landlaeknir.is sem aðal upplýsingavef áfangans. Einnig verður bent á fróðlegar greinar á ýmsum netsíðum og tímaritum.