Viðfangsefni áfangans eru íslenskir bókmenntatextar og bókmenntasaga frá 1900 til okkar daga auk þýðinga og ritunar. Áhersla er lögð á að nemendur kynnist bókmenntum tímabilsins frá ýmsum sjónarhornum og geti sett þær í samhengi við strauma og stefnur í þjóðfélags- og menningarmálum, bæði hérlendis og erlendis.