Áfanginn snýst fyrst og fremst um að skoða nám og störf að loknum framhaldsskóla. Unnið er að því að nemendur séu vel í stakk búnir til að marka sér framtíð og bera ábyrgð á námsvali sínu að loknu stúdentsprófi. Áhersla er lögð á að nemendur séu meðvitaðir um þá mörgu námsmöguleika sem standa þeim til boða í áframhaldandi námi. Fjallað verður um helstu áhrifaþætti í náms- og starfsvali og áhersla lögð á að nemendur geri sér grein fyrir samhengi menntunar og atvinnumöguleika. Í áfanganum er einnig fjallað um ýmis hagnýt atriði er lúta að brautskráningu.