Þetta er byrjunaráfangi í íslensku táknmáli. Megináhersla er að kynna ÍTM fyrir nemendum, málkerfi þess og ýmsa þætti sem einkenna samskipti á táknmáli. Nemendur fá kennslu og þjálfun í fingrastöfun, farið er yfir grunntáknforða og grunnatriði sem einkenna málkerfi ÍTM og einföld samskipti æfð. Nemendur fá einnig innsýn í menningu og sögu ÍTM, málfræði þess og samskiptaleiðir við daufblinda einstaklinga. Nemendur læra að kynna sig, spyrja og svara einföldum spurningum, tjá einföld fyrirmæli, leiðrétta og staðfesta skilning á fyrirmælum og staðsetja hluti út frá sjónarhóli viðmælanda. Þá læra nemendur að segja hvað þá langar í og spyrja hvar og hvernig er hægt að nálgast það. Samhliða táknforða er farið í ýmis málfræðiatriði sem eru mikilvæg til að mynda málfræðilega réttar setningar og byggja upp máltilfinningu í ÍTM. Með auknum táknforða eiga nemendur að geta myndað lengri setningar með réttum setningafræðilegum látbrigðum.

Undanfari: Enginn

Námsmat: Símat. Ekkert lokapróf.

Annað: Áfanginn telst til sérgreina mála- og menningarbrautar.