LÍFF1GL05 haust 2023

Í áfanganum er farið yfir þá grundvallarþætti sem einkenna líf, greint er frá byggingu og starfsemi frumna og líffærakerfi mannsins skoðuð. Farið er í helstu efnaflokka, byggingu þeirra og mikilvægi. Einnig er komið inná grundvallarþætti innan erfðafræðinnar ásamt því sem farið er yfir æxlun og fósturþroskun. Enn fremur verður tekið fyrir þróunarkenningin og teknir fyrir helstu flokkar lífvera.