Helstu efnisþættir eru föll og ferlar falla, ýmis fallahugtök, diffrun og helstu diffrunarreglur, línulegar nálganir, stofnföll og helstu heildunarreglur. Áhersla er lögð á að taka fyrir hagnýt dæmi sem tengjast diffrun og heildun.

Áhersla áfangans er á diffrunar- og heildunarreikning og hagnýtingu við lausn raunverulegra verkefna. Einnig verður lögð áhersla á rétta notkun stærðfræðitákna og skipulagða framsetningu.