Í áfanganum er megináhersla lögð á stjórnmálafræði og að nemendur tileinki sér tungumál fræðigreinanna með því að öðlast skilning á hugtökum þeirra. Nemendur afla sér þekkingar á helstu straumum og stefnum í stjórnmálafræði og taka afstöðu til álitamála út frá sjónarhóli stjórnmálanna.