Áfanginn er ætlaður nemendum í 3. bekk á FB, MMB og KB, sérstaklega þeim sem vilja bæta við sig 3. þreps áfanga í stærðfræði, eins og tilgreindur er sem æskilegur undirbúningur fyrir ýmiskonar nám í háskóla. Í fyrri hluta áfangans er umfjöllun um tilgátuprófanir, skekkjur og ýmislegt fleira. Í seinni hluta áfangans er byggt ofan á efni áfangans STÆR2FF05 og þar verður fjallað um vaxtareikning, ferlarannsóknir og heildunarreikning.