Grunnþættir áfangans eru ritun, munnleg tjáning, lestur, bókmenntagreining, notkun málsins og málstefna. Lesin er ein nútímaskáldsaga ásamt smásögu. Sögurnar teknar til umfjöllunar og beitt verður aðferðum bókmenntafræðinnar. Fjallað um Snorra-Eddu, norræna goðafræði og stiklað á stóru um þróun íslenskunnar. Ýmis ritunarverkefni unnin í tengslum við námsefnið, m.a. heimildaritgerð.

          Önnin hefst á bókmenntavinnu þar sem lesin er skáldsagan Blóðberg og ein smásaga. Síðan verður farið í málfarsæfingar og hugað að breytingum á tungumálinu. Nemendur velta fyrir sér íslensku nútímamáli. Önninni lýkur á goðafræði. Áfanginn byggist upp á verkefnavinnu og er því próflaus. Farið verður í leikhús.