Í áfanganum verður lögð áhersla á að læra raddbeitingu og æfa textaflutning af ýmsum toga. Farið verður í bundið mál sem og nútímatexta leikhússins en einnig ljóð, ræður og fyrirlestra. Kafað ofan í einlægnina og mikilvægi berskjöldunar. Farið verður í grunnlíffræði raddarinnar sem líffæri, umhirðu og raddheilbrigði. Heimsótt verða rými af ólíkum stærðum og gerðum og nemendur fá að læra hvernig ólík raddbeiting virkar í ólíkum rýmum. Áfanginn endar á lokaprófi þar sem lagt verður mat á raddbeitingu og textaflutning nemenda.