Áfanginn skal veita grunnþekkingu á verkfærum leikarans í persónusköpun, greiningu leikverka og uppbyggingu á senum. Áfanginn skal þjálfa nemendur í leikni í samskiptum á öguðum vinnubrögðum. Nemendur læra að beita sköpunargleðinni með jákvæðni að vopni. Einnig fá nemendur innsýn inn í starfsemi og verkferla leikhússins og fara í heimsókn til Leikfélags Akureyrar.