Áfanginn er fyrsti söguáfangi nemenda Menntaskólans á Akureyri á mála- og menningarbraut og félagsgreinabraut. Sagan sem námsgrein og fræðigrein verður kynnt í upphafi áfangans. Farið verður hratt yfir sögu mannkyns þar sem fjögur þemu verða lögð til grundvallar. Vegferðin hefst á forsögulegum tíma sem nær allt til 1800 e.kr. – frá landbúnaðarbyltingu til frelsisstríðs Bandaríkjanna og stjórnarbyltingar í Frakklandi.

Hér má finna ýmis konar efni sem tengist áfanganum, gamalt og nýtt.