Þetta er seinni áfanginn í ensku í fyrsta bekk.

Áfram er lögð áhersla á að efla menningarvitund nemenda markvisst og á fjölbreyttan hátt. Nemendur kynnast fjarlægari löndum þar sem enska er töluð en vinna samhliða með eigið umhverfi og sögu á ensku. Fléttað er saman helstu færniþáttum í ensku og menningu enskumælandi landa. Í þessum áfanga er hlustun og tali gert hærra undir höfði en áður og jafnframt gerðar meiri kröfur um að nemendur tileinki sér hagnýtan orðaforða með lestri lengri og flóknari texta. Haldið er áfram með málfræði og flóknari atriði tekin fyrir markvisst og skipulega.