Í þessum áfanga er megináhersla lögð á að nemandi þrói með sér hæfni til að tjá eigin skoðanir á ensku. Lögð er áhersla á tal og fá nemendur þjálfun í flutningi á töluðu máli og munnlegri tjáningu, sjálfstætt og í hópavinnu. Auknar kröfur eru gerðar varðandi ritunarverkefni og ritgerðir. Sérstök áhersla er lögð á skipulega framsetningu hugmynda í rituðu og töluðu máli. Nemendur tileinka sér sjálfstæð og vönduð vinnubrögð.

Unnið er með fjölbreytta texta og verkefni þeim tengdum, bæði munnleg og skrifleg. Einnig er unnið með valin bókmenntaverk.