Almenn efnafræði 1

Byrjunaráfangi í efnafræði,  5 feiningar

Áfanganum er ætlað að veita grunnþekkingu í efnafræði. Megin efnistök eru skilgreiningar á hugtakinu efni og eðliseiginleikum efna, mælingar og meðferð talna m.t.t. markverðra stafa, samsetningu atóma og læsi á lotukerfið, ólíkar gerðir efnatengja m.t.t. samsetningu þeirra og nafnakerfa, Helsu gerðir ólíkra efnahvarfa, læsi á efnajöfnur og tengsl þeirra við magnbundna útreikninga, hugtökin mól og styrkir efna í lausnum. Mikil áheyrsla er lögð á dæmareikning þar sem ofangreindum efnisþáttum er fléttað saman. Nokkur áhersla er lögð á framkvæmd verklegra æfinga sem tengjast efninu.