Þessi áfangi er sá næstsíðasti á mála- og menningarbraut. Í áfanganum verður lesið ágrip af enskri bókmenntasögu frá upphafi fram á 19. öld með það fyrir augum að nemendur geti tekist á við lestur texta frá ólíkum tímabilum. Lesnir verða skemmri textar og sýnishorn úr lengri textum frá merkustu tímabilum bókmenntasögunnar ásamt tveimur skáldsögum frá þessum tímabilum. Jafnframt verður eitt stórt leikverk eftir William Shakespeare tekið til yfirferðar. Áfram verður unnið með þá færni sem nemendur hafa tileinkað sér í fyrri áföngum.