Áfanginn skiptist í þrjá hluta. Í fyrsta hluta hans fá nemendur að kynnast hvernig vinna eigi með forskrifaðan texta og í öðrum hluta skapa nemendur eigin senu sem byggist á á spunaaðferðum. Þriðji hluti áfangans snýr að samfélagsleikhúsi þar sem nemendur vinna með samfélagshóp í nærumhverfinu þar sem áhersla er lögð á valdeflingu. Nemendur öðlast ýmis verkfæri til að greina texta, skapa persónur og senur ásamt því að fá innsýn í verkfæri leikarans og kynnast meðal annars aðferðum Stanislavskis.