Edda - hús íslenskra fræða

Grúskum í gömlum textum úr rótum íslenskrar menningar og fram á miðaldir. Hvers vegna urðu Íslendingar svo ritfærir sem raun ber vitni, hvað þótti svo merkilegt að það var fært á skinn? Við skyggnumst í bæði trúarlega og veraldlega texta, lesum Njálu og gamlan siðaboðskap sem merkilegt nokk heldur enn fullu gildi þrátt fyrir aldur. Lesum, skrifum, leikum og syngjum kannski líka.