Í áfanganum SAGA2SÖ05,- sagan öll, er allur hinn samfelldi sögulegi tími undir í einum áfanga.  Þessi staðreynd mótar að sjálfsögðu innihald áfangans, útfærslu og efnistök. Yfirferðin verður ágripskennd og stiklað verður á stóru. Reynt verður að leggja mat á hvaða þekkingaratriði gagnast nemendum best í hinum rauða og rúmlega 5000 ára gamla þræði og unnið með þau. Nemendur læra frá hinu stóra til hins smáa allt frá sögu mannkyns og Evrópu til sögu Íslands og heimabyggðar.